Garðabær hönnunar- og útivistarbær!

Menning og bæjarbragurGarðabær er mjög vel staðsettur landfræðilega. Bærinn er miðsvæðis á höfuðborgarasvæðinu.  Við eigum því láni að fagna að hér er góður bæjarbragur. Að skapa góðan bæjarbrag er  verkefni sem sífellft þarf að vinna að. Menning er stór hluti af góðum bæjarbrag. Þáttaka bæjarbúa í menningarlífi bæjarins eykur samstöðu meðal íbúa, mikilvægt er því að festa í sessi viðburði þar sem bæjarbúar koma saman. Í Garðabæ býr fjöldinn allur af listamönnum sem hafa mikinn metnað fyrir bæjarfélagið, og er þar skemmst að minnast Jónsmessuhátiðarinnar sem var haldinn að frumkvæði þeirra. Mikilvægt er að efla það samtstarf enn frekar og vinna að því að þessi samvinna verði til þess að gera Garðabæ sýnilegri. Sýningaraðstaða stendur listamönnum til boða í Garðabæ.Til stóð að hefja byggingu Hönnunarsafns Íslands í miðbæ Garðabæjar en í ljósi breyttra aðstæðna er þeirri framkvæmd frestað og mun Hönnunarsafnið  flytja í “gamla Hagkaupshúsið” á Garðatorgi  í vor. Með flutningi þess þarf að vinna  markvisst að því að skapa líf á torginu og leggja áherslu á Garðabæ sem hönnunarbæ. Ráðist verður í stækkun á Bókasafni Garðabæjar í vetur og mun það auka verulega þjónustu við bæjarbúa  Umhverfi og útivistVið Garðbæingar erum lánsöm að eiga náttúruperlur við bæjardyrnar. Víða eru stórkostleg útivistarsvæði sem við þurfum að standa vörð um. Sem dæmi má nefna að nýlega var Gálgahraunið friðlýst og áður hafði Vífilstaðavatn og næsta nágrenni þess verið friðlýst. Nú liggja fyrir tillögur að fiðlýsingu fleiri staða sem tilheyra Garðabæ og má þar nefna Búrfellsgjá og svæðið þar í kring. Útivist og hreyfing nýtur sívaxandi vinsælda og er orðinn lífstíll hjá stórum hópi fólks. Þarna eru tækifæri fyrir Garðabæ. Með góðu skipulagi, göngustígum, hjólastígum,merkingum og upplýsingum um umhverfið höfum við tækifæri til að verða  til fyrirmyndar varðandi umhverfisvernd og heilbrigðan lífstíl.

Skólar og tómstundir

 Það er mikilvægt að huga að framtíð Garðabæjar. Ég hef búið  í Garðabæ í  23 ár og  alið börnin mín upp í öruggu umhverfi. Hér hafa þau gengið í skóla og tekið þátt í íþrótta- og tómstundaiðkunn. Það er vel búið að börnum í Garðabæ og unnið er markvisst að því að tryggja bestu gæði í skólum.Skólakerfið þarf einnig sífellt að vera vakandi yfir velferð einstaklinganna. Börnin okkar eru ólík með misjafnar þarfir og mikilvægt er að skólakerfið nái til allra þannig að tryggt sé að börnum líði vel. Til þess að ná þessum markmiðum er gott samstarf milli heimila og skóla mjög mikilvægt. Þá er fyrr hægt að grípa inn í og vinna með börn sem þurfa sérstaka aðstoð í námi og félagslegum samskiptum.  Því miður virðist vera erfitt að uppræta einelti í skólum en með meiri samvinnu verður vonandi hægt að taka á því fyrr þannig að ekki verði langvarandi skaði fyrir barnið. Í Garðabæ er unnið með verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ og mikilvægt er að hlú að því verkefni

Opið hús

Opið hús hjá Jónu mánudaginn 1. febrúar kl. 17-19. í Hofslundi 11.  Allir velkomnir

Íþróttir og tómstundir

Starf íþrótta og æskulýðsfélaga í Garðabæ er mjög mikilvægt. Gífurlegt forvarnargildi er í þáttöku barna og unglinga í þróttum og öðrum tómstundum. Hvatapeningarnar hafa auðveldað foreldrum að veita börnum sínum möguleika á að taka þátt í tómstunda-og íþróttastarfi. Mikilvægt að halda áfram með hvatapeninga og tryggja áfram aðstöðu og fjármagn þessara félaga.Stuðla enn frekar að samþættingu skólakerfisins og tómstunda- og íþróttaiðkunnar yngri barna með því markmiði að allri tómstunda- og íþróttaiðkunn verði lokið fyrir kl. 18. Með því gæti fjölskyldan átt rólegri tíma í lok dags.

Málefni eldri borgara

Málefni eldri borgaraMeð tilkomu hjúkrunarheimilis í Sjálandi mun þjónusta við eldri borgara aukast enn frekar. Skoða vel þær leiðir sem eru færar til að tryggja góða og örugga þjónustu við eldri bæjarbúa og gera þeim kleift að búa á eigin heimili  eins lengi og kostur er með því að efla enn frekar og standa vörð um heimaþjónustu og heimahjúkrun. Halda áfram góðu tómstundastarfi og leggja áherslu á að aðstoða þá sem erfitt eiga með að koma sér sjálfir í tómstundastarf.Garðabær á að vera leiðandi og til fyrirmyndar í málefnum eldri borgara

Skólamál

Standa vörð um grunnþjónustu leikskóla, grunnskóla, framhaldskóla og tónlistarskóla. Mikilvægt að hlúa að og halda áfram því góða starfi sem er unnið í skólum bæjarins. Vinna að góðu samstarfi milli heimila og skóla.

Atvinnumál

Efla þarf ferðaþjónustu í Garðabæ. Kortleggja þarf sögustaði og vekja athygli á þeim.Standa þarf vörð um atvinnustarfsemi í Garðabæ og leggja árherslu á uppbyggingu atvinnutækifæra með því meðal annars að leggja áherslu á Garðabæ sem hönnunar og menningarbæ. Vinna í heimabyggð er bæði umhverfis- og hagsmunamál bæjarbúa.

Umhverfi og skipulag

 Garðbæingar eiga ómetanlegar náttúruperlum við bæjardyrnar. Víða eru stórkostleg útivistarsvæði sem þurfum að standa vörð um og tryggja að komandi kynslóðir njóti líka.Ljúka þarf gerð göngustíga með sjónum.Mikilvægt að vinna við skipulagningu bæjarins sé unnið í góðri samvinnu við bæjarbúa.

Menningarmál

Menningarmál snerta margvíslega fleti í starfsemi bæjarfélags og eru órjúfanlegur hluti af bæjarbrag hvers sveitarfélags.Stuðla þarf að áframhaldandi blómlegu  menningarlífi  í Garðabæ þar sem íbúar njóta þess að koma saman. Við eigum mikið af framúrskarandi listafólki í bænum sem nauðsynlegt er að skapa aðstöðu fyrir. Standa þarf vörð um gott samstarf milli listamanna, bæjaryfirvalda og stofnana í bænum.Með samningi Menntamálaráðuneytis og Garðabæjar um að framtíðar staðsetning Hönnunarsafns Íslands verði í  Garðabæ hafa skapast margir nýir möguleikar bæði í atvinnustarfsemi og að Garðabær skapi sér sérstöðu sem hönnunarbær.Áfram skal stuðla að framsæknu og metnarfullu menningarstarfi í þágu barna og ungmenna. Skapa þarf aðstöðu fyrir ungt fólk til að vinna að listsköpun.

Jóna Sæmundsdóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 6. febrúar 2010

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjör sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí því ég tel mig geta lagt góðum málum lið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband